19 milljón króna framúrkeyrsla á fyrsta starfsári í endurbættu Listasafni

19 milljón króna framúrkeyrsla á fyrsta starfsári í endurbættu Listasafni

Samkvæmt úttekt á rekstri Listasafnsins á Akureyri má gera ráð fyrir 19 milljón króna framúrkeyrslu á fyrsta starfsári safnsins eftir endurbætur og stækkun á húsnæði. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Stjórn Akureyrarstofu sem rekur safnið óskaði eftir úttekt í ágúst en í vor var orðið ljóst að reksturinn stæðist ekki áætlun. Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, er þó bjartsýnn á að hægt sé að ná öruggum tökum á rekstrinum strax á næsta ári.

Nokkrar ástæður eru fyrir framúrkeyrslunni en rekstur kaffihúss í listasafninu gekk til að mynda ekki vel. Listasafnið neyddist til að reka kaffihúsið í sumar með tapi upp á rúmar 2,3 milljónir króna en tapaðar leigutekjur vegna kaffihússins eru 2,2 milljónir króna.

Sambíó

UMMÆLI