Prenthaus

2 ára strákur látinn sitja úti í nístingskulda

Una Sigríður og sonur hennar Rúrik Páll.

Una Sigríður Jónsdóttir, móðir á Fáskrúðsfirði, birti ansi sláandi færslu á Facebook í gær þar sem hún lýsti því hvernig var farið með son sinn þann daginn í leikskólanum. Hún segir að hann hafi verið að herma eftir einhverjum í matartímanum sem varð til þess að ónafngreindur leikskólastarfsmaður setti hann út í stólnum sínum og lét hann sitja þar í  nístingskulda, án þess að klæða hann í viðeigandi föt. Vinkona Unu varð vör við barnið þar sem það sat enn hágrátandi, þegar hún sótti sitt eigið barn í leikskólann og lét Unu Sigríði vita.

Kaffið.is hafði samband við leikskólann Kærabæ og reyndi að ná sambandi við leikskólastjóra en hún var ekki við.
Una Sigríður Jónsdóttir sagði hinsvegar í samtalið við Kaffið að leikskólinn væri að taka á málinu og að hún væri nú þegar búin að sitja fund vegna málsins. Starfsmaðurinn sem átti í hlut játar sök.

Í kjölfar færslunnar hafa margir látið gamminn geysa og sagt frá svipaðri reynslu af leikskólanum.
Að neðan má sjá færsluna:

Sambíó

UMMÆLI