20 ára afmælistónleikar Hvanndalsbræðra í Hofi

20 ára afmælistónleikar Hvanndalsbræðra í Hofi

Hin ástsæla norðlenska hljómsveit Hvanndalsbræður fagnar 20 ára starfsafmæli á þessu ári og heldur af því tilefni stórtónleika í menningarhúsinu Hofi þann 1. október. Hljómsveitin á hreint út sagt ótrúlegan feril en eftir þá bræður liggja nú 8 hljómplötur og yfir 100 lög, fjöldi myndbanda, eurovison þátttaka, hundruðir tónleika og dansleikja út um allt land og víðar um Evrópu reyndar.

Þetta verður stórkostlegt skemmtikvöld og hafa góðir gestir verið kallaðir til en sérstakur kynnir tónleikanna verður Sóli Hólm sem hefur haldið upp á hljómsveitina síðan hann var polli í sveit á Suðurlandi og hljómsveitinni til stuðnings verður svo hinn virðulegi Kór eldri borgara á Akureyri en hljómsveitin ferðaðist eftirminnilega með kórnum til Tallin í Eistalandi fyrir fáeinum árum.

Íbúar norðurlands og í raun landsins alls eru kvattir til að láta þetta ekki framhjá sér fara en hljómsveitin hefur gefið það út að hún muni ekki halda upp á 21 árs starfsafmælið með jafn myndarlegum hætti. Það gæti því orðið einhver bið á sambærilegu skemmtikvöldi.

Miðasölu hefur þegar verið hleypt af stað:
https://www.mak.is/is/vidburdir/hvanndalsbraedur-20-ara

Hér má svo finna allan lagabálk hljómsveitarinnar.
https://open.spotify.com/artist/6Ijb5b6jXt6axQzKaFTU8y?si=omMt8wB_RbCRUplP-oADtw

UMMÆLI