Prenthaus

20 hlutir til að gera og sjá á Akureyri – Ruslfæði, Jólahúsið og Græni Hatturinn

20 hlutir til að gera og sjá á Akureyri – Ruslfæði, Jólahúsið og Græni Hatturinn

Akureyri er sífellt að verða vinsælli áfangastaður fyrir ferðamenn. Bærinn er höfuðborg Norðurlands og stærsta byggð utan höfuðborgarsvæðisisns. Í tímaritinu Iceland Monitor birtist listi yfir 20 hluti sem ferðamenn geta gert og skoðað í bænum.

Í úttektinni er minnst á helstu ferðamannastaði bæjarins eins og Sundlaugina og Hlíðarfjall og einnig bent á skemmtilega hluti til þess að gera í bænum eins og fjallgöngur og köfun.

Í fyrsta sæti á listanum er Jólagarðurinn á Hrafnagili en um hann segir: „Það er eitthvað stórkostlega skrítið við að heimsækja staðinn á sumrin en það er einnig frekar magnað að labba inn í jólaríki á sama tíma og sólin skín.”

Á listanum er einnig talað um matarmenningu Akureyringa sem eru sagðir eiga í skrítnu sambandi við ruslfæði og að þeir setji alltaf sinn eigin svip á slíkan mat.

„Þetta er fólk sem setur rauðkál og kokteilsósu á pylsur. En ef þú færð þér hana djúpsteikta þá færðu hana með frönskum kartöflum og osti. Hamborgari með frönskum á milli er einnig algeng máltið og slíkur borgari er þekktur sem Akureyringur.”

Hér að neðan má sjá lista Monitor yfir hluti til að gera og sjá í bænum en með því að smella hér getur þú lesið umsagnir um hvern hlut og greinina í heild sinni.

1. Jólagarðurinn
2. Kjarnaskógur
3. Brynjuís
4. Sundlaug Akureyrar
5. Hlíðarfjall
6. Jaðar Golfvöllur
7. Listigarðurinn
8. Hátíðir
9. Söfn
10. Listasafnið á Akureyri
11. Ruslfæði
12. Skautahöll Akureyrar
13. Græni Hatturinn
14. Akureyrarkirkja
15. Göngugatan
16. Fjallgöngur
17. Hof
18. Köfun
19. Pollurinn
20. Dagsferðir

 

UMMÆLI