31 milljón í rannsóknarstyrki til vísindafólks í HA

31 milljón í rannsóknarstyrki til vísindafólks í HA

Stjórn Rannsóknarsjóðs (Rannís) tilkynnti um úthlutun styrkja til nýrra rannsóknarverkefna fyrir árið 2022 fyrir helgi. Tveir rannsakendur við Háskólann á Akureyri fengu styrki að þessu sinni. Yvonne Höller, prófessor við Sálfræðideild, fékk 23 milljónir fyrir verkefnið Áhrif umhverfistengdra lífeðlisfræðilegra- og hugrænna áhættuþátta á árstíðarbundnar lyndissveiflur og Gréta Bergrún Jóhannesdóttir hlaut doktorsnemastyrk að upphæð 8 milljónir. Verkefnið hennar heitir Samfélagsleg áhrif og félagslegt taumhald: ungar konur í sjávarþorpum.

Um er að ræða stærstu úthlutun sjóðsins frá upphafi. Alls bárust 355 gildar umsóknir í Rannsóknasjóð og voru 82 þeirra styrktar eða rúmlega 23% umsókna. Rannsóknasjóður er leiðandi samkeppnissjóður hér á landi. Sjóðurinn styrkir verkefni á öllum sviðum vísinda, allt frá styrkjum fyrir doktorsnema til öndvegisstyrkja. Öndvegisstyrkir eru veittir til stórra verkefna sem skara fram úr á sínu sviði og hafa alþjóðlega tengingu. Á síðasta ári hafði sjóðurinn 3.7 milljarða; í ár hafa fjárveitingar til sjóðsins hækkaða í 3.8 milljarða.

Sambíó

UMMÆLI