Múlaberg

37 í einangrun og 69 í sóttkví á Norðurlandi eystra

37 í einangrun og 69 í sóttkví á Norðurlandi eystra

Skráðum smitum á Norðurlandi eystra hefur fjölgað um sjö frá tölum gærdagsins á covid.is. Nú eru 37 einstaklingar skráðir í einangrun á svæðinu samanborið við 30 í gær.

Samtals hefur fjölgað um 11 í einangrun á svæðinu síðan á laugardaginn. Það hefur þó fækkað töluvert í sóttkví á sama tíma eða úr 94 á laugardaginn niður í 69 í dag.

108 kór­ónu­veiru­smit greindust innanlands eftir sýnatöku gærdagsins. 38 voru í sóttkví og 70 utan sóttkvíar.

UMMÆLI

Sambíó