Akureyri heldur áfram að tapa

akureyri

Á botninum

Akureyri heimsótti Val í Olís-deild karla í dag í áttundu umferð deildarinnar en leikið var í Valsheimilinu að Hlíðarenda.

Heimamenn hófu leikinn betur og náðu mest fimm marka forystu um miðjan fyrri hálfleik. Akureyringar gáfust hinsvegar ekki upp og náðu að fara með jafnan leik inn í leikhlé.

Jafnt var á flestum tölum í síðari hálfleik en heimamenn reyndust sterkari undir lokin og unnu að lokum tveggja marka sigur, 24-22.

Það var hinn örvhenti, Mindaugas Dumcius, sem var markahæstur í liði Akureyrar í dag með sex mörk en næstur kom Brynjar Hólm Grétarsson með fjögur mörk.

Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á RÚV og eftir leik var Sverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar, spurður út í herfilega byrjun liðsins á mótinu.

,,Það vantaði lítið skref uppá í dag og það er búið að vera svolítið mikið svoleiðis. Við höldum bara áfram.“

,,Við erum að vinna hörðum höndum að því að sjá þetta ljós og strákarnir vita að þetta er að koma. Eins og við erum að spila í dag og ef við höldum því áfram þá koma sigrarnir,“ sagði Sverre.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó