418 nemendur brautskráðir úr Háskólanum á Akureyri

Í síðustu viku brautskráðust 418 nemendur úr Háskólanum á Akureyri við hátíðlega athöfn. Þetta var í fyrsta skipti sem brautskráning fór fram tvo daga í röð og einnig í fyrsta skipti sem nemendur úr Lögreglufræði voru brautskráðir frá skólanum.

Háskólaárið 2017-2018 stunduðu 2074 nemendur nám við skólann á þremur fræðasviðum háskólans. Af þeim 418 nemendum sem brautskráðust voru 292 með diplómaskírteini og bakkalárgráðu og 125 með diplómu á framhaldsstigi og meistaragráðu.

Í ræðu sinni fjallaði Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, um nýtt met umsókna við háskólann og þá áskorun sem það hefur í för með sér.

Það er stórt verkefni sem bíður stjórnenda skólans að semja við stjórnvöld um það hvernig við tökum á móti þessum stóra og glæsilega hópi sem nú óskar þess að fá inngöngu í HA. Ljóst er er að stjórnvöld verða að styrkja fjárhagsgrunn skólans ef okkur á að vera unnt að taka á móti öllum þessu nemendum. Því er komin upp sú staða að stjórnvöld verða að gefa skýr skilaboð um forgangsröðun, bæði háskólamenntunar almennt sem og skýr skilaboð um hvaða menntun ríkisvaldið er tilbúið að greiða fyrir.

Nánari umfjöllun um brautskráninguna má nálgast á vef Háskólans á Akureyri. Að vanda var bein útsending frá athöfninni á sjónvarpsstöðinni N4 og á Facebook. Upptaka er aðgengileg á YouTube en einnig á Facebook.

UMMÆLI

Sambíó