4,2 milljónir söfnuðust í Minningarsjóð Baldvins Rúnarssonar

4,2 milljónir söfnuðust í Minningarsjóð Baldvins Rúnarssonar

Áheitasöfnun fyr­ir Reykja­vík­ur­m­araþon Íslands­banka lauk í síðustu viku. 49 einstaklingar hlupu til styrktar Minningarsjóð Baldvins Rúnarssonar og samtals söfnuðust 4,2 milljónir króna fyrir sjóðinn.

Baldvin Rúnarsson fæddist á Akureyri 15. janúar 1994. Hann lést á heimili sínu 31. maí 2019 eftir rúmlega fimm ára baráttu við krabbamein í höfði.

Tilgangur minningarsjóðs Baldvins er að halda minningu hans á lofti og styrkja einstaklinga, hópa eða félög á sviði íþrótta- og mannúðarmála í anda Baldvins.

Baldvin var mikill íþróttamaður og harður Þórsari. Baldvin ólst upp í Þór og lék með félaginu upp alla yngri flokka. Síðustu árin sín starfaði hann sem þjálfari yngri flokka félagsins.


UMMÆLI