Vinna og vélar

43 listamenn sýna í Hofi

43 listamenn sýna í Hofi

Forðabúr hjartans – Sýning 43 félaga í Myndlistarfélaginu opnar laugardaginn 4. maí í Menningarhúsinu Hofi. 

Á Akureyri og nágrenni starfar fjölbreyttur hópur ólíkra myndlistarmanna sem endurspeglar gróskuna á sviði myndlistar. Myndlistin hefur sitt einstaka tjáningarform sem endurómar á óteljandi mismunandi vegu og tjáir sjónarhorn, viðhorf og tilfinningar, en fyrst og fremst er myndlist sjónræn upplifun og hún er okkur mikilvæg því hún nærir, vökvar, frjóvgar og býr til forðabúr, forðabúr hjartans.

Á sýningunni Forðabúr hjartans er myndlist eftir fjörutíu og þrjá ólíka myndlistarmenn sem veita okkur innsýn í myndheim sinn.„Þetta er sýning 43 listamanna sem endurspeglar þessa gríðarlegu grósku sem er hér á sviði myndlistar,“ segir Brynhildur Kristinsdóttir, formaður Myndlistafélagsins.

Myndlistarfélagið var stofnað í janúar árið 2008 og er eitt aðildarfélaga Sambands íslenskra myndlistarmanna.

Sýningin opnar á laugardaginn kl. 16. Öll velkomin. Sýningin stendur fram í ágúst.

Sambíó

UMMÆLI