44 í einangrun á Akureyri vegna Covid-19

44 í einangrun á Akureyri vegna Covid-19

44 Covid-19 smit eru skráð á Akureyri samkvæmt nýjum tölum frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. 140 einstaklingar eru í sóttkví í bænum.

Á Norðurlandi eystra eru samtals 73 í einangrun og hefur einstaklingum í einangrun fjölgað um þrjá síðustu tvo daga. Á svæðinu eru nú 193 einstaklingar í sóttkví. Póstnúmeratöflu lögreglunnar má sjá hér að neðan.

„Hér má sjá stöðuna í okkar umdæmi kl. 08:00 í morgun hvað varðar fjölda í sóttkví og einangrun vegna Covid. Hvetjum við alla til að huga að sínum persónulegu sóttvörnum og fylgja leikreglum hvað samskipti við aðra varðar,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó