Múlaberg

49 í einangrun á Akureyri

49 í einangrun á Akureyri

49 einstaklingar eru nú í einangrun vegna Covid-19 smits á Akureyri og 58 einstaklingar eru í sóttkví í bænum. Samtals eru 78 í einangrun á Norðurlandi eystra og 92 í sóttkví.

Einn sjúklingur hefur nú verið lagður inn á Covid deild Sjúkrahússins á Akureyri með staðfest smit í núverandi bylgju faraldursins. Hann er ekki alvarlega veikur.

Tveir starfsmenn Sjúkrahússins eru nú í einangrun og 13 í sóttkví. Síðan núverandi bylgja hófst haf samtals þrír starfsmenn Sjúkrahússins farið í einangrun og 25 í sóttkví.

Hér að neðan má sjá töflu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra yfir það hvar fólk í umdæmi þeirra er í einangrun og sóttkví.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó