66 nýir rampar á Akureyri

66 nýir rampar á Akureyri

66 nýir rampar hafa verið settir upp á Akureyri undanfarna vikur en vinnuflokkur sem starfar við átakið Römpum upp Íslands hefur unnið hart við það að koma upp römpum í bænum. Þetta kemur fram í umfjöllun Vikublaðsins þar sem segir að fleiri verkefni séu framundan hjá hópnum. Meðal annars voru settir upp rampar við átta innganga Menntaskólans á Akureyri í síðustu viku.

„Það er ánægjulegt að sjá hversu margir hafa hoppað á vagninn og látið gera rampa þar sem þeir bjóða upp á þjónustu, en þeir eru líka til sem sniðganga þetta átak vísvitandi og enn eru staðir sem bjóða upp á tröppur áður en gengið er inn. Mér þykir sorglegt að sjá t.d. sumt verslunarfólk í bænum hundsa hreyfihamlaða viðskiptavini algjörlega,“ segir Rúnar Þór Björnsson varaformaður Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri í samtali við Vikublaðið.

Nánari umfjöllun í Vikublaðinu

Netsprengja NTC
VG

UMMÆLI