70 í einangrun og 217 í sóttkví á Norðurlandi eystra

70 í einangrun og 217 í sóttkví á Norðurlandi eystra

70 einstaklingar eru nú skráðir í einangrun á Norðurlandi eystra vegna Covid-19. Það hefur fjölgað um 12 í einangrun síðustu þrjá daga. Þetta er samkvæmt tölum á covid.is.

217 eru nú skráðir í sóttkví á svæðinu og hefur fjölgað um 43 í sóttkví síðan á fimmtudag þegar 174 voru í sóttkví.

COVID-19-heimsfaraldurinn hefur valdið auknu álagi á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri. Einstaklingar sem leita á deildina með vandamál sem ekki eru metin bráð geta átt von á því að verða vísað í önnur úrræði.

Sambíó

UMMÆLI