8 mánaða fangelsi fyrir vopnað rán í Samkaup strax

Samkaup strax Borgarbraut

Samkaup strax Borgarbraut

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi tvítugan mann í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vopnað rán í Samkaup/Strax, við Borgarbraut á Akureyri. Þar af eru 6 mánuðir skilorðsbundnir. Maðurinn framdi ránið þann 17. september síðastliðinn og ógnaði hann starfsfólki með hníf, klæddur hettupeysu og grímu. Starfsfólki var mjög brugðið. Upp úr ráninu hafði maðurinn 62 þúsund krónur.

Í dómnum kemur fram að það hafi haft áhrif á fremur væga niðurstöðu dómsins að maðurinn hafi greiðlega játað brotið, hann sé ungur að árum og hafi haft lítinn ávinning af því. Einnig sýni hann augljósa viðhorfsbreytingu varðandi fíkniefnaneyslu sína og virðist hann einlægur í að komast á rétta braut í lífinu.

Sambíó

UMMÆLI