NTC netdagar

8 stelpur frá KA/Þór í yngri landsliðum Íslands

Sunna Guðrún Pétursdóttir

Sunna Guðrún Pétursdóttir

Handboltalið KA/Þór á átta fulltrúa í landsliðshópum yngri landsliða Íslands. Framundan eru landsliðsæfingar hjá U15, U17 og U19 ára landsliðum Íslands og á KA/Þór fulltrúa í öllum liðinum. Á heimasíðu KA segir ,, Þetta eru frábær tíðindi og ákveðin viðurkenning fyrir það frábæra handbolta og stúlknastarf sem unnið er hjá KA.“

Þær stúlkur sem valdar voru í hópana voru: Sunna Guðrún Pétursdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir  í U19. Ólöf Marín Hlynsdóttir, Heiðbjört Anna Guðmundsdóttir, Anna Þyrí Halldórsdóttir og Margrét Einarsdóttir í U17. Helga María Viðarsdóttir í U15.

Við óskum þessum efnilegu stelpum til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni.

 

 

Sambíó

UMMÆLI