9 staðir sem við viljum fá aftur á Akureyri

Hin goðsagnakennda Nætursala á Akureyri hefur skellt í lás. Lokun staðarins er enn ein áminning á miskunnarlaust viðskiptalíf bæjarins. Í gegnum tíðina hafa bæjarbúar þurft að horfa á eftir ótal stöðum sem höfðu fangað hug og hjörtu þeirra hverfa úr bæjarlífinu á kostnað stórfyrirtækja á borð við Hlöllabáta og Samkaup.

Þessir staðir munu þó alltaf lifa í minningu okkar svo lengi sem við lifum. Í tilefni af lokun Nætursölunnar ákváðum við að taka saman lista yfir þá staði sem við á Kaffinu söknum hvað mest. Við munum þó alltaf hafa Greifann, Bautann og Brynju, og sennilega Sjallann líka.

 1. Borgarsalan
  Miðbærinn hefur ekki enn jafnað sig á því að missa Borgarsöluna.
 2. Síða
  Einhver allra heiðarlegasta sjoppa í sögu Akureyrar. Íbúar síðuhverfis halda enn í dag að sjoppa og Síða séu samheiti.
 3. Garðshorn
  Önnur hverfissjoppa hrifsuð úr klóm okkar. Krakkar í dag munu aldrei upplifa þau forréttindi að láta afgreiðslufólk setja nammi í poka fyrir sig.
 4. Mongó
  Það er aldrei til of mikið af pítsastöðum.
 5. Keiluhöllin
  Keiluhöllin lokaði á síðasta ári. Nú hafa Akureyringar aldrei neitt að gera.
 6. Pengs
  Eftir lokun Pengs er ekki hægt að fara neitt ef það er ekki laust sæti á Krua Siam.
 7. Vín
  Þvílík ævintýri sem fjölskyldur upplifðu þegar hægt var að keyra inn á Hrafnagil ,fá sér ís og skoða páfagauka. Sumir gengu jafnvel svo langt að halda því fram að ísinn í Vín væri betri en Brynjuís.
 8. Kaffi Akureyri
  Hvar eiga unglingar á Akureyri núna að fara í sinn fyrsta djammsleik?
 9. Bónus Vídeó
  Það er ekki eins að panta sér Domino’s pítsu án þess að fá eina nýja og eina gamla með.
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó