Plokkdagurinn 24. apríl síðastliðinn tókst frábærlega samkvæmt Akureyrarbæ og er áætlað að Akureyringar hafi tínt um tvö tonn af rusli yfir daginn.
Vorhreinsun sveitarfélagsins er nú í fullum gangi og eru götur sópaðar af miklum krafti. Næsta skref í vorhreingerningu bæjarins er að snyrta garða og gróður í kringum heimili og vinnustaði. Gámar undir garðaúrgang hafa verið settir á valda staði í hverfum bæjarins og verða þar til 20. maí.
Gámarnir eru á eftirfarandi stöðum:
- Hagkaup
- Nettó Hrísalundi
- Bónus við Kjarnagötu
- Bónus Langholti
- Aðalstræti sunnan Duggufjöru
- Bugðusíðu við leiksvæði
- Krambúðin Byggðavegi
„Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér þessa gáma en einnig er tekið við garðaúrgangi og fleiru á gámasvæði við Réttarhvamm og á móttökustöðinni Hlíðarvöllum við Rangárvelli,“ segir á vef bæjarins.
UMMÆLI