Að duga eða drepast fyrir KA/Þór

Mikilvægur leikur í KA-heimilinu í kvöld

Það verður allt undir í KA-heimilinu í kvöld þegar KA/Þór fær FH í heimsókn í oddaleik í undanúrslitum umspils 1.deildar kvenna í handbolta. Liðið sem vinnur leikinn í kvöld kemst í úrslitaeinvígið og er því einu skrefi nær sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð.

KA/Þór hefur unnið alla heimaleiki sína í vetur en liðið steinlá fyrir FH í Hafnarfirði síðastliðinn sunnudag eftir að hafa unnið tveggja marka sigur í KA-heimilinu í fyrsta leik liðanna.

Leikurinn hefst klukkan 18 og er frítt inn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó