Aðalsteinn Pálsson ráðinn markaðsstjóri Icewear

Aðalsteinn Pálsson

Akureyringurinn Aðalsteinn Pálsson, sem hefur verið formaður knattspyrnudeildar Þórs frá 2012-2017, hefur verið ráðinn nýr markaðsstjóri Icewear. Þar mun hann sinna daglegum rekstri markaðsdeildar og bera ábyrgð á stefnumótun markaðsmála fyrirtækisins,  ásamt samskiptum við fjölmiðla og samstarfsaðila.

Aðalsteinn hefur mikla reynslu af verslunarrekstri en hann starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri verslana N.T.C., sinnti eigin verslunarrekstri á Akureyri og sem framkvæmdastjóri Scandinavian Design & Retail, sem rak verslanir TOPSHOP, OASIS, Principles og COAST í Danmörku.

Sambíó

UMMÆLI