beint flug til Færeyja

Aðalstjórn KA gefur út yfirlýsingu vegna ákæru á hendur sjálfboðaliðum

Aðalstjórn KA gefur út yfirlýsingu vegna ákæru á hendur sjálfboðaliðum

Fimm hafa verið ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi vegna fjögurra barna sem slösuðust í hoppukastala á Akureyri fyrir átján mánuðum. Tveir af þeim sem eru sakborningar í málinu voru að vinna sem sjálfboðaliðar fyrir Handknattleiksdeild KA þegar slysið átti sér stað. KA sendi í morgun frá sér yfirlýsingu vegna málsins sem má lesa hér að neðan:

Sjá einnig: Fimm ákærðir eftir hoppukastalaslys

KA harmar það slys sem varð sumarið 2021 þegar hoppukastali tókst á loft með þeim hörmulegu afleiðingum sem af því hlaust. Hugur okkar í KA hefur fyrst og fremst verið hjá þeim sem fyrir þessu skelfilega slysi urðu. Svo verður áfram.

Sem kunnugt er tók Handknattleiksdeild KA að sér í fjáröflunarskyni að útvega starfsmenn sem sinna skyldu miðasölu og umsjón á svæðinu fyrir eiganda og ábyrgðaraðila leiktækisins. Það var gert í góðum hug allra viðkomandi.

Nú hefur komið fram að tveimur sjálfboðaliðum á vegum Handknattleiksdeildar KA og KA/Þór hafa verið birtar ákærur vegna þessa máls. Frjáls félagasamtök líkt og KA vissulega er, byggja tilvist sína á miklu og fórnfúsu starfi sjálfboðaliða. Okkur þykir miður að ákæruvaldið hafi ákveðið að fara þessa leið í ljósi þess að eigandi og ábyrgðaraðili hoppukastalans hefur ítrekað lýst ábyrgð sinni á slysinu í fjölmiðlum. En um leið sýnum við því skilning að málið þarf að reka áfram í þeim farvegi sem það er nú í þar til niðurstaða fæst.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó