Gæludýr.is

Aðeins 180 miðar eftir í Color Run á Akureyri

The Color Run

Nú eru aðeins 180 miðar eftir í litahlaupið sem fram fer í miðbæ Akureyrar næstkomandi laugardag. The Color Run er ekki hefðbundið hlaup heldur skemmtun sem á sér enga hliðstæðu þar sem að þátttakendur eru baðaðir lit á leið sinni í mark þar sem gleðin yfirtekur keppnisskapið enda ekki þörf á að vera í sérstöku hlaupaformi til að geta tekið þátt.

„Það kann að hljóma einkennilegt að það geti verið uppselt í götuhlaup því í flestum tilfellum þá þola göturnar alveg ágætis fjölda þátttakenda en í tilfelli litahlaupsins þá snýst þetta um svo mikið meira en breidd gatna. Magn litapúðurs og annars sem fylgir hlaupinu ákvarðar fjölda þátttakenda hverju sinni og þegar ákveðið var að halda hlaupið hér á Akureyri þá voru gerðar áætlanir með fjölda og gerðar ráðstafanir í samræmi við það,“ segir Magni Ásgeirsson, einn skipuleggjanda litahlaupsins á Akureyri í samtalið við Kaffið.is

Það fer því hver að verða síðastur að tryggja sér miða í þennan stórskemmtilega viðburð sem haldinn er í meira en 300 borgum í 50 löndum víðsvegar um heiminn í ár og hefur verið uppselt í hlaupið í Reykjavík undanfarin þrjú ár.

Sambíó

UMMÆLI