Aðgerðir til að bregðast við áhrifum COVID-19

Aðgerðir til að bregðast við áhrifum COVID-19

Bæjarráð samþykkti í gærmorgun fyrstu aðgerðaáætlun Akureyrarbæjar til að bregðast við samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum COVID-19.

Með þessum aðgerðum er markmiðið að stuðla að velferð bæjarbúa og verja afkomu þeirra, styðja við fyrirtæki og liðka fyrir viðspyrnu efnahagslífs og samfélags. Fyrsta forgangsmál verður áfram að verja viðkvæma hópa og tryggja að grunnstoðir samfélagsins standi af sér faraldurinn.

Sjá nánar hér.

Dæmi um aðgerðir:

-Leiðrétting á gjöldum vegna leik- og grunnskóla. Þeir sem verða fyrir tekjufalli geta sótt um greiðslufrest/fjölgun gjalddaga.

-Almennum viðhaldsframkvæmdum flýtt og ráðist í sérstakar aðgerðir til að sporna við atvinnuleysi.

-Breytingum á deiliskipulagi flýtt og öðrum undirbúningi fjárfestingaverkefna í samvinnu við ríkið. Áhersla á að hraða skipulagsvinnu vegna uppbyggingar miðbæjarins og Oddeyrar.

-Almannaheillanefnd verður virkjuð þar sem sérstaklega verði hugað að börnum og ungmennum, barnafjölskyldum, fötluðu fólki, eldra fólki, atvinnulausum, fólki af erlendum uppruna og fólki í viðkvæmri stöðu.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar, segir að mikil samstaða ríki um þessa fyrstu heilstæðu aðgerðaáætlun.

„Við teljum að það sé okkar hlutverk að standa vörð um grunnþjónustu, styðja við íbúa og fyrirtæki bæjarins eins og hægt er á þessum óvissutímum. Þessar aðgerðir eru liður í því, en við erum jafnframt tilbúin til frekari aðgerða ef þess reynist þörf,“ segir Guðmundur Baldvin.

Sambíó

UMMÆLI