Aðlaðandi aðventa

Menningarfélag Akureyrar tók forskot á aðventuna með ævintýrinu Þyrnirós þar sem atvinnuballettdansarar frá Hátíðarballett st. Pétursborgar dönsuðu við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Það er ekki á hverjum degi þar sem býðst að fara á háklassa ballett svo nálægt heimskautsbaug en það voru afar margir sem þetta skemmtilega tækifæri. Kraftur norðlenskra kvenna var áberandi á tónleikunum Ljósin ljómandi skær þar sem boðið var uppá ljúfa stemningu og falleg jólalög við mikinn fögnuð gesta. Unga listakonan Bjarney Anna hélt útgáfutónleika sína þessa fyrstu helgi í aðventu en báðir þessir tónleikar voru styrktir af Tónlistarsjóði Hofs og Samkomuhússins.

Stúfur snéri aftur í Samkomuhúsið fyrstu helgina í aðventunni. Hann tróð upp, sælla minninga, á síðasta ári við góðan orðstír. Þessi hæfileikaríki jólasveinn fékk boð um að stíga á stokk á ný sem hann þáði og hefur nú samið lag og bakað jólastúf. Hann var meira en tilbúinn til að taka vel á móti öllum en þó sérstaklega snillingum! Vegna mikillar aðsóknar hefur verður Stúfur með aukasýningu núna aðra helgina í aðventunni laugardaginn 9. desember kl. 13.

Aðra helgina í aðventunni eru það jólabörnin í Norðurljósum þau Magni Ásgeirs, Helga Möller, Óskar Pétursson, Andrea Gylfadóttir, Stefán Jakobsson, Erna Hrönn og Valdimar Guðmundsson sem stíga á stokk ásamt hljómsveit og spila uppáhaldsjólalögin sín fyrir gesti. Þetta er fjórða árið sem tónleikar Norðurljósa fara fram í Menningarhúsinu Hofi, Viðtökurnar hafa verið afar góðar og eru þau með ferna tónleika þessa helgi. Á laugardaginn  þann 9. desember kl. 13 stendur Tónlistarfélag Akureyrar fyrir jólatónleikum með hinu írska svissneska söngtríói White Raven. Tríóið syngur ensk jólalög í bland við írsk þjóðlög. Punkturinn yfir i-ið þessa helgi er svo jólaasýning nemenda í dansskólanum Steps Dancecenter sem taka sporin í Hamraborg.

Tónleikarnir Heima um jólin þar sem Friðrik Ómar og gestir hans leika við hvern sinn fingur þriðju helgina í aðventunni. Þar koma þau Jóhanna Guðrún, Egill Ólafsson, Diddú, Jógvan Hansen og Svala Björgvins prúðbúnum gestum í jólaskap. Tónleikar RIGG viðburða – Heima um jólin – laða að marga gesti enda eru þeir löngu búnir að festa sig í sessi og fyrir marga nauðsynlegt vítamín og konfekt í jólaundirbúningnum ár hvert.

Þegar heldur er farið að styttast í jólin verður Bubbi Morthens sína árlegu Þorláksmessutónleika í Hofi. Tónleikarnir eru þann 21. desember kl. 20.30 og eru í kjölfarið á útskrift nýstúdenta og iðnnema frá Verkmenntaskólanum á Akureyri, sem halda inní hátíðina full af gleði og bjartsýni inní framtíðina.

Milli jóla og nýárs, fimmtudaginn 28. desember kl. 20, býður ungt og efnilegt norðlenskt listafólk áheyrendum til ljúfrar vetrarkvöldsstundar í Hömrum. Þar ætla þau að flytja klassíska tónlist í bland við, dægurlög, popp og einstaka jólalag áður en nýja árið tekur við.

Það er því nóg af aðlaðandi viðburðum í aðventunni sem hægt er að ylja sér við og hafa gaman af.

Tekið af mak.is.

Sambíó

UMMÆLI