
Græni Hatturinn er alltaf að toppa sig
Um helgina var slegið aðsóknarmet á tónleikastaðnum Græna Hattinum á Akureyri. Þetta staðfesti Haukur Tryggvason eigandi staðarins í samtali við Kaffið í dag. Hann segir staðinn alltaf vera að toppa sig.
Metið var slegið á tónleikum rapparans vinsæla Emmsjé Gauta. Að sögn viðstaddra var mikil stemning sem myndaðist á tónleikunum eins og vill oft gerast á Græna Hattinum.
Sjá einnig: Elska Akureyri og Græna Hattinn
Akureyringurinn Halldór Kristinn Harðarson hitaði upp fyrir tónleika Emmsjé Gauta. Halldór kemur fram undir listamannsnafninu Ká-Aká. Tónleikagestir segja að Halldór hafi ekki gefið Emmsjé Gauta neitt eftir og að hann hafi sett ákveðna pressu á Gauta með frammistöðu sinni. Gauti tók undir þau orð á Twitter aðgangi sínum.
Met aðsókn á Græna Hattinn frá upphafi í gær. Ég er mjög stoltur af þessu.
— Emmsjé (@emmsjegauti) February 12, 2017
Ká-Aká hitaði svo vel upp að það var erfitt að koma upp á sviðið á eftir honum
— Emmsjé (@emmsjegauti) February 12, 2017
UMMÆLI