Gæludýr.is

Aðstaðan á Akureyrarflugvelli ekki boðleg

Aðstaðan á Akureyrarflugvelli ekki boðleg

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia segir að aðstaða á Akureyrarflugvelli sé ekki boðleg fyrir stórar flugvélar. Þetta sagði hann á málþingi um málefni flugvallarins og ferðaþjónustu á Norðurlandi í Hofi fyrr í vikunni. Fjallað var um málþingið á vef RÚV.

Unnið er að uppsetningu aðflugsbúnaðar og vonast er til að hann verði tekinn í notkun á næstunni en með honum á aðflug að verða auðveldara og áreiðanlegra.

Sveinbjörn segir að uppbygging flugvallarins á Akureyri sé byggðamál en ekki viðskiptatækifæri, kostnaðurinn sé það mikill en kostnaður við uppsetningu aðflugsbúnaðar er áætlaður um 180 milljónir.

„Þetta eru það stórir fjármunir og það er það dýrt að reka alþjóðlegan flugvöll. En þetta er klárlega byggðasjónarmið. Fjárhagsleg arfsemi, hún þarf ekkert endilega að vera jákvæð til að það sé hægt að réttlæta samt uppbyggingu. Fjármunirnir þurfa bara að koma frá íslenska ríkinu. Það er þessi lína sem heitir samfélagslegur ábati eða arðsemi sem á að duga fyrir þeirri ákvörðun,“ segir Sveinbjörn. 

Nánari umfjöllun má nálgast á vef RÚV með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI