Prenthaus

Ægir sló Þór úr bikarnum

Lárus Orri fer vægast sagt illa af stað sem þjálfari Þór

Vandræði Þórs í karlaknattspyrnunni halda áfram. Liðið hefur byrjað afleitlega í Inkasso deildinni og tapað fyrstu tveimur leikjum Inkasso deildarinnar. Liðið hefur aðeins skorað 2 mörk en fengið á sig 7.

Liðið fékk tækifæri til að rétta úr kútnum þegar Ægir frá Þorlákshöfn heimsótti Þórsvöll í dag í Borgunarbikarnum. Ægir spilar í 3. deild á Íslandi tveimur deildum neðar en Þór.

Þórsarar náðu ekki að brjóta vörn Ægis á bak aftur í venjulegum leiktíma. Eftir 90 mínútur var staðan enn 0-0 og ljóst var að þyrfti að minnsta kosti framlengingu til að ráða fram úr viðureigninni. Eftir hálftíma framlengingu var enn markalaust. Vítaspyrnukeppni var því staðreynd. Ægir unnu vítaspyrnukeppnina 5-3 og Þórsarar því dottnir úr Borgunarbikarnum í 2. umferð.

Kristján Örn Sigurðsson, Ármann Pétur Ævarsson og Gunnar Örvar Stefánsson skoruðu úr sínum vítum. Orri Sigurjónsson klúðraði fjórða víti Þór. Ægir skoruðu úr öllum sínum vítum og því var óþarfi fyrir Þórsara að taka sína síðustu spyrnu.

Þór mætir Þrótti Reykjavík næstu helgi í Inkasso deildinni.

UMMÆLI

Sambíó