Prenthaus

Ætlar að hjóla í 48 tíma og styrkja Píeta samtökin í nafni systur sinnar

Ætlar að hjóla í 48 tíma og styrkja Píeta samtökin í nafni systur sinnar

Rúnar Símonarson, 48 ára Akureyringur sem er búsettur í Noregi, ætlar að hjóla í 48 klukkustundir um páskana og safna styrkjum fyrir Píeta samtökin. Rúnar mun byrja að hjóla í hjólaforritinu Zwift klukkan 14.00 þann 7. apríl næstkomandi og reyna að hjóla til klukkan 14.00 þann 9. apríl, páskadag.

Rúnar ætlar að hjóla til þess að heiðra minningu systur sinnar, Rósu Hansen, sem tók sitt eigið líf fyrir 13 árum.

Rúnar hefur verið að æfa mikið fyrir viðburðinn undanfarnar vikur og tók sér frí frá vinnu sinni sem bakari í þessari viku til þess að undirbúa sig. Hann segir að þetta verði án efa erfiðasti hjólatúr lífs síns.

Rúnar hvetur einstaklinga og fyrirtæki til þess að heita á Píeta samtökin í nafni systur hans með því að leggja beint inn á reikning samtakana.

Kennitala: 410416-0690
Reikningsnúmar: 0301-26-041041
Tilvísun: Rósa

Hægt er að fylgjast með Rúnari á Facebook-síðunni Styrktarhjóltúr Fyrir Píeta Samtökin með því að smella hér.

UMMÆLI