Áfengis- og vímuefnalaus hátíð í Grímsey

Áfengis- og vímuefnalaus hátíð í Grímsey

Áfengis- og vímuefnalaus útivistar- og tónlistarhátíð verður haldin í Grímsey dagana 5-7. júlí af félögunum Ívani Mendez og Hinriki Hólmfríðarsyni Ólasyni.

Boðið verður upp á leiðsagðar gönguferðir um eyjuna, leiddar hugleiðslur, kuldaþjálfun og öndunaræfingar. Flottir tónleikar á veitingastaðnum Kríunni og varðeldur ásamt brekkusöng í fjörunni neðan við byggðina.

„Grímsey er einstakur staður sem alltof fáir Akureyringar hafa heimsótt og nú er gullið tækifæri. Ekki missa af High on Life festival dagana 5-7. júlí, hátíðinni þar sem þú þarft ekkert nema ferjumiða og góða skapið,“ segir í tilkynningu.

Allar nánari upplýsingar á : www.highonlifefestival.org og @highonlifefestivaliceland á Instagram.

UMMÆLI

Sambíó