Afhentu skammtíma og skólavistun Akureyrar þyngdarafls stól

Afhentu skammtíma og skólavistun Akureyrar þyngdarafls stól

Lionsklúbburinn Ylfa hefur undanförnum árum stutt við Skammtíma og skólavistun Akureyrar. Á dögunum afhentu Ylfukonur vistuninni þyngdarafls stóll (Gravity Chair) sem er stóll með svampílagi sem veitir stuðning og stöðugleika fyrir börn og fullorðna með mismunandi fatlanir. Svampílagið lagar sig að líkama þess sem situr í stólnum.

Lykilatriði í þyngdaraflstólnum er að hann dregur þyngdarpunkt neðar hjá notandanum, sem tryggir stöðugleika í sitjandi stöðu. Stóllinn er með háum armhvílum og er léttur og því auðvelt að flytja og færa til. Þess ber að geta og þakka að Samskip fluttu stólinn, án endurgjalds, til Akureyrar.

Eitt af aðalverkefnum Lionsklúbbsins Ylfu á Akureyri, undanfarna vetur, hefur verið að aðstoða fólk af erlendum uppruna við að læra íslensku. Amtsbókasafnið hefur veitt klúbbnum aðstöðu án endurgjalds. Tímar eru einu sinni í viku, á þriðjudögum, klukkutíma í senn. Aðsóknin hefur verið góð og yfirleitt mæta u.þ.b. 10 – 15 manns í hvert skipti.

UMMÆLI