Afkoma Stefnu aldrei verið meiri

Afkoma Stefnu aldrei verið meiri

Tekjur Stefnu hugbúnaðarhúss jukust um ríflega 28 prósent á milli ára og námu 755 milljónum króna árið 2023, sem var 20 ára afmælisár hugbúnaðarfyrirtækisins. Félagið, sem er með höfuðstöðvar á Akureyri, hagnaðist um 126 milljónir en afkoma félagsins hefur aldrei verið meiri. Þetta kemur fram í umfjöllun Viðskiptablaðsins um starfsemi Stefnu.

Björn Gíslason, framkvæmdastjóri Stefnu, segir í samtali við Viðskiptablaðið að félagið hafi verið í stöðugum vexti frá upphafi. Undanfarin áratug hafi árlegur vöxtur verið að meðaltali í kringum 15 prósent en síðastliðin tvö ár hafi vöxturinn verið nær 30 prósent.

„Við erum með tiltölulega litla yfirbyggingu og höfum reynt halda því þannig. Með auknum tekjuvexti þá hefur okkur tekist ágætlega að skila því niður reikninginn,“ segir Björn í Viðskiptablaðinu en umfjöllunina í heild má nálgast með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI