Afmæli Akureyrar fagnað með nýju nafni

Afmæli Akureyrar fagnað með nýju nafni

Breyting á heiti Akureyrar úr Akureyrarkaupstað í Akureyrarbæ var staðfest opinberlega í dag á 157 ára afmæli bæjarins. Þetta kemur fram á vef bæjarins.

Í dag, 29. ágúst eru 157 ár frá því að bærinn hlaut kaupstaðarréttindi. Bæjarstjórn samþykkti í byrjun júní að breyta formlegu heiti sveitarfélagsins í Akureyrarbær í kjölfar könnunar meðal íbúa sem sýndi að mikill meirihluti studdi breytinguna.

Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að örnefnanefnd samþykkti breytinguna í lok júní og vísaði til þess í rökstuðningi að þetta væri aðeins breyting á stjórnsýsluheiti og ætti ekki að hafa áhrif á örnefnið forna Akureyri.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur nú einnig samþykkt breytinguna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó