Prenthaus

Afmæli Akureyrarbæjar fagnað á nýstárlegan hátt

Afmæli Akureyrarbæjar fagnað á nýstárlegan hátt

Afmæli Akureyrarbæjar er 29. ágúst, en nú á laugardaginn eru liðin 158 ár síðan Akureyrarbær hlaut kaupstaðarréttindi. Vegna sóttvarnareglna yfirvalda var ákveðið að aflýsa Akureyrarvöku í ár en afmælinu verður þó fagnað.

Á vef bæjarins segir að í ár hafi verið valin nokkuð óvenjuleg leið til að gleðja gesti og gangandi í tilefni afmælisins.

„Þótt aðstæður séu krefjandi þá kom eiginlega ekki til greina að gera ekki neitt. Það verður alltaf að halda upp á afmæli,“ segir Sigríður Örvarsdóttir, verkefnastjóri sumarhátíða hjá Akureyrarbæ.

„Við vildum gera eitthvað nýtt og leyfðum okkur jafnvel að hugsa stórt og út fyrir boxið, þótt ekki kæmi til greina að safna fólki saman í stórum stíl. Afraksturinn er mjög spennandi,“ segir hún.

Heillandi ljósaverk á nokkrum af tignarlegustu byggingum og svæðum bæjarins, bílabíó og nýjar listsýningar er meðal þess sem boðið er uppá um helgina. Á sunnudaginn er svo tilvalið að hlýða á beina útsendingu Rásar 2 úr menningarhúsinu Hofi í tilefni afmælisins, en þar mun meðal annars norðlenskt tónlistarfólk stela senunni.

Hér er ítarleg umfjöllun um dagskrá helgarinnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó