Afmælisfagnaður KA á sunnudaginn

KA bangsi

KA bangsi

Knattspyrnufélag Akureyrar verður 89 ára gamalt. Að því tilefni verður blásið til afmælisfagnaðar. Boðið verður til veislu kl. 14:00 á sunnudaginn 8. janúar.

Íþróttamaður KA verður valinn, Böggubikarinn afhentur og landsliðsfólk verður heiðrað. Logi Már Einarsson þingmaður Samfylkingarinnar og KA-maður mikill verður ræðumaður.

Að dagskrá lokinni verður boðið upp á glæsilegar veitingar í formi marengs- og rjómatertna.

UMMÆLI