NTC netdagar

Afmælisrit Leikfélags Akureyrar er komið í sölu

„Afmælisrit Leikfélags Akureyrar 1992-2017″ er komið í sölu. Um er að ræða nýútkomið rit sem inniheldur skrásetningu Sigurgeirs Guðjónssonar sagnfræðings á sögu Leikfélags Akureyrar síðasta aldarfjórðung. Með skrásetningunni tók Sigurgeir upp þráðinn þar sem frá var horfið, en Haraldur Sigurðsson skráði söguna til ársins 1992.

Hægt er að kaupa ritið í Menningarhúsinu Hofi, Samkomuhúsinu og Eymundsson á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó