beint flug til Færeyja

Áfram fækkar virkum smitum á Norðurlandi eystra

Áfram fækkar virkum smitum á Norðurlandi eystra

Samkvæmt tölum covid.is eru nú skráð 28 virk Covid-19 smit á Norðurlandi eystra. Það hefur því fækkað um 15 í einangrun á svæðinu síðan á fimmtudaginn í síðustu viku.

Enginn er inniliggjandi á Covid deild sjúkrahússins á Akureyri í augnablikinu en einn einstaklingur hefur verið lagður inn á deildina í núverandi bylgju faraldursins.

Samkvæmt upplýsingum sjúkrahússins er einn starfsmaður þar nú í einangrun vegna smits en það þýðir að fjórir starfsmenn sjúkrahússins hafi greinst með svit í núverandi bylgju.

65 einstaklingar eru í sóttkví á Norðurlandi eystra og þar fækkað um tíu síðan á fimmtudaginn í síðustu viku.

UMMÆLI