Prenthaus

Áfram flogið milli Akureyrar og Keflavíkur

Norðlendingar munu áfram geta flogið beint til Keflavíkur frá Akureyrarflugvelli næsta haust. Air Iceland Connect bauð upp á flug frá Akureyri til Keflavíkur í vetur en tilkynnt var á dögunum að flugfélagið myndi hætta að bjóða upp á flugin.

Nú hefur verið tekin ákvörðun að gera aðeins hlé yfir sumarið. Fyrstu ferðir næsta veturs verða strax í byrjun október, í tengslum við Vestnorden ferðakaupstefnuna, og flogið verður fjórum sinnum í viku. Frá þessu er greint á ferðavefnum Túristi.is.

Sjá einnig: Gagnrýna ákvörðun Air Iceland Connect – „Eitt ár alltof stuttur tími“

Flugáætlunin er byggð upp í kringum morgunflug frá Keflavíkurflugvelli og því er brottför frá Akureyri árla dags. Flogið verður aftur norður seinni partinn. Keflavíkurflugið mældist vel frá Akureyri meðal heimamanna fyrir norðan en fjöldi erlendra ferðamanna í fluginu stóðst ekki væntingar. Næsta vetur verða notaðar minni flugvélar í ferðirnar.

 

 

UMMÆLI

Sambíó