Afslappaður hnúfubakur skoðaði Akureyri frá pollinumMyndir: Whale Watching Akureyri

Afslappaður hnúfubakur skoðaði Akureyri frá pollinum

Þau sem skelltu sér í hvalaskoðun með Whale Watching Akureyri á föstudag fengu nóg fyrir peninginn. Einn hnúfubakur sem hefur sest að í Eyjafirði elti hvalaskoðunarskip alla leið að höfn við Akureyri. Þar var hann í stutta stund og virti Akureyri fyrir sér áður en hann hélt aftur út í fjörð.

Í kringum sjö hnúfubaka er nú að finna í Eyjafirði en það er sjaldgæft að hnúfubakar komi svo nálægt bænum. Whale Watching Akureyri birti magnaðar myndir af hnúfubakknum forvitna á Facebook-síðu sinni.

„Júní hefur verið uppfullur af óvæntum uppákomum og frábærum skoðanarferðum. Í dag fundum við mjög afslappaðan hnúfubak sem elti okkur alla leið í höfn. Hann dvaldi ekki lengi en það er alltaf ótrúlegt og sjaldgæft að sjá þessa risa kynna sér bæinn okkar,“ segir á Facebook síðu Whale Watching Akureyri.

UMMÆLI

Sambíó