NTC netdagar

Afsláttur af leigu húsnæðis í eigu Akureyrarbæjar til aðila í ferðaþjónustu

Afsláttur af leigu húsnæðis í eigu Akureyrarbæjar til aðila í ferðaþjónustu

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að veittur verði 50 prósent afsláttur af húsaleigu mánuðina mars, apríl og maí til ferðaþjónustuaðila sem leigja húsnæði Akureyrarbæjar sem lokað var vegna fyrirmæla Almannavarna, þann tíma sem lokunin varði.

Í fundargerð bæjarráðs segir að Akureyrarbær þurfi eins og aðrir sem leigja fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir verulegri tekjuskerðingu vegna afleiðinga Covid-19 að koma til móts við fyrirtæki með tímabundinni lækkun á leigu.

Ákvörðun um framhald verður tekin 1. júní næstkomandi.

UMMÆLI

Sambíó