Áhrifarík stuttmynd frá Pixar

Pixar, sem framleiðir aðallega tölvuteiknaðar teiknimyndir, gaf nýverið út stuttmynd sem birtist á Vimeo. Pixar eru sennilega best þekkt fyrir Toy Story myndirnar og fleiri myndir ætlaðar yngri áhorfendum. Nýja stuttmyndin, sem ber nafnið Borrowed Time, hefur þó ívíð myrkara yfirbragð en fyrri myndir Pixar.

Höfundar myndarinnar eru Lou Hamou-Lhadj og Andrew Coats. Myndin hefur farið eins og eldur í sinu um netheima og segir Hamou-Lhadj hana meðal annars ætlaða til þess að sýna fram á að teiknimyndir séu ekki einungis fyrir börn heldur leið til  þess að segja alls kyns sögur.

Hér má sjá Borrowed Time og þar fyrir neðan myndband þar sem höfundar tala um boðskap myndarinnar.

Sambíó

UMMÆLI