Vinna og vélar

Akureyrarapótek opnar nýtt útibú á Norðurtorgi í  haust

Akureyrarapótek opnar nýtt útibú á Norðurtorgi í haust

Nýtt útibú Akureyrarapóteks mun opna á Norðurtorgi í haust. Apótekið verður í nýju húsi sem verið er að byggja norðan við gamla Sjafnarhúsið, sem er meginbygging Norðurtorgs í dag. Þegar var vitað að ÁTVR muni einnig opna nýtt útibú í sama húsi. Akureyri.net greindi frá þessu fyrr í dag.

Eigendur Akureyrarapóteks, Jónína Freydís Jóhannesdóttir og Gauti Einarsson, eru því sannarlega á fullu þessa dagana, en síðasta haust stækkuðu þau útibú sitt í Kaupangi og gáfu því nýtt útlit í leiðinni.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó