Akureyrarbær í átak gegn fjölpósti

Akureyri

Eitt af markmiðum í umhverfis- og samgöngustefnu Akureyrarbæjar er að fjölpóstur sem berst inn á heimili bæjarins sé sem minnstur.

Íbúar bæjarins eru hvattir til þess að lágmarka fjölpóst og bent er á að hægt er að fá límmiða þar sem fjölpóstur er afþakkaður. Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir:

„Mikið magn af pappír berst inn á heimilin. Mikilvægt er að hann sé settur í endurvinnslutunnuna eða grenndargáma. Íbúum er einnig bent á að hægt er að afþakka fjölpóst með sérstökum límmiðum á bréfalúgur og póstkassa sem fást hjá Póstinum.”

Fyrirtæki og stofnanir geta lágmarkað fjölpóst með því að nota aðrar leiðir til að koma skilaboðum til skila.

Á heimasíðu Póstsins má panta límiðann og afþakka fjölpóst og fríblöð.

Umhverfis- og samgöngustefna Akureyrarbæjar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó