Akureyrarbær hvetur íbúa til þess að skipta út nagladekkjum sem fyrst

Akureyrarbær hvetur íbúa til þess að skipta út nagladekkjum sem fyrst

Á vef Akureyrarbæjar eru Akureyringar minntir á að notkun nagladekkja er almennt bönnuð á Íslandi frá og með 15. apríl til og með 31. október nema aðstæður gefi tilefni til annars. Akureyrarbær vill því hvetja íbúa til að skipta út nagladekkjum sem allra fyrst.

Á vef bæjarins segir að Nagladekk slíti malbiki hraðar en önnur dekk sem hefur í för með sér aukinn viðhaldskostnað. Þau stuðli líka að auknum eldsneytiskostnaði, valdi óþarfa hávaða og dragi úr loftgæðum.

„Akureyrarbær leggur sérstaka áherslu á að minnka svifryk og mengun sem af því stafar, til dæmis með því að bleyta götur, hefja sópun gatna fyrr á vorin og þvo þær í ríkari mæli,“ segir á vef bæjarins.

„Hjálpumst að við að bæta loftgæði og minnka hávaða á Akureyri – tökum nagladekkin úr umferð.“

UMMÆLI