Akureyrarbær kaupir fjarstýrða hallasláttuvél

Nú í vikunni var tekin ný sláttuvél í notkun hjá Umhverfismiðstöð Akureyrarbæjar. Sláttuvélin var keypt af Vetrarsólk ehf og er af gerðinni Energreen Robo eco. Sláttuvélin er fjarstýrð hallasláttuvél.

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar auglýsti útboð á fjarstýrðum hallaslátturvélfum fyri Umhverfismiðstöðina í mars síðastliðnum. Tilboðum var skilað inn þann 10. apríl og bárust þrjú tilboð frá tveimur aðilum. Samið var við Vetrarsól ehf sem var lægstbjóðandi.

Tækið er kærkomin viðbót við sláttutæki Umhverfismiðstöðvar þar sem þeim svæðum sem erfitt og tímafrekt er að slá hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum. Sláttuvélin áorkar miklu á stuttum tíma og slær mun betur en vélorf í halla.

UMMÆLI