Akureyrarbær kaupir metanstrætisvagna

Scania Citywide LE

Scania Citywide LE

Akureyrarbær fær afhentan í vor nýjan Scania Citywide LE strætisvagn en slíkir vagnar ganga fyrir metani. Vagninn er sá fyrsti af þremur metanvögnum sem bærinn hefur fest kaup á. Verð á vagni sem þessum er um 40 milljónir króna.

Metanið sem knýr vagnana áfram er framleitt á Akureyri en það er Norðurorka vinnur metan úr hauggasi í bænum. Rúv.is greindi frá þessu í dag. Samningur um kaupin verður undirritaður við metanstöðina á þriðjudaginn.

Sambíó

UMMÆLI