Akureyrarbær leitar liðsauka til að sinna störfum í velferðarþjónustu

Akureyrarbær leitar liðsauka til að sinna störfum í velferðarþjónustu

Akureyrarbær óskar nú eftir einstaklingum sem eru reiðubúnir að koma til starfa með skömmum fyrirvara í velferðarþjónustu, s.s. í þjónustu við aldraða, fatlaða, fólk með flóknar stuðningsþarfir, börn í vistunarúrræðum sem þurfa sértækan stuðning, í félagsþjónustu og barnavernd.

Athugið að liðið getur einhver tími frá skráningu þar til samband verður haft um næstu skref, allt eftir álagi á hverjum tíma. Um getur verið að ræða ákveðið starfshlutfall eða tímavinna.

Upplýsingar sem tilgreina þarf í umsókn*:

  • Menntun
  • Vinnutími (s.s. fjöldi tíma á viku, hvenær dags/kvöld/nætur, tiltekið tímabil)
  • Reynsla af störfum í velferðarþjónustu ef við á
  • Hvaða velferðarþjónustu viðkomandi getur sinnt
  • Hvenær viðkomandi getur hafið störf

*Ath. ekki þarf að fylla umsóknarformið út nema að ofangreindu leyti, nóg er að skrá upplýsingar í athugasemdir.

Gerð er krafa um að viðkomandi hafi hreint sakavottorð og hafi ekki hlotið refsidóma á grundvelli almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi eftir því sem við á.

Nánari upplýsingar um fyrirkomulag bakvarðasveitar í velferðarþjónustu veita Birna Eyjólfsdóttir birnae@akureyri.is og Alma Rún Ólafsdóttir almarun@akureyri.is

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Frétt af Akureyri.is


UMMÆLI

Sambíó