Vinna og vélar

Akureyrarbær sér grunnskólabörnum fyrir námsgögnum

Akureyrarbær sér grunnskólabörnum fyrir námsgögnum

Verið er að stíga stór skref í að gera skólagöngu grunnskólabarna gjaldfrjálsa en bæjarráð Akureyrar hefur heimilað fræðslusviði bæjarins að vinna að því að gera hluta af námsgögnum grunnskóla Akureyrarbæjar gjaldfrálsan og leita allra leiða til að ná sem heildstæðustu og hagstæðustu innkaupum.

Fræðsluráð hafði áður lagt til að öllum grunnskólabörnum í grunnskólum Akureyrarbæjar verði veittur hluti nauðsynlegra námsgagna þeim að kostnaðarlausu frá og með hausti 2017. Áætlaður kostnaður er um 16 milljónir króna en frá þessu er greint í prentútgáfu Vikudags.

Vikudagur vitnar í Dagbjörtu Pálsdóttur, formanns fræðsluráðs, sem segir þetta vera mikilvægt skref í innleiðingu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að Akureyri sér fyrst sveitarfélaga á Íslandi til að innleiða barnasáttmálann.

Allir nemendur grunnskóla Akureyrarbæjar munu hafa aðgang að stílabókum, blýöntum, strokleðri, litum, skærum, lími og vasareikni frá og með næsta hausti en foreldrar þurfa áfram að sjá börnum sínum fyrir íþrótta- og sundfötum auk skólatösku.

 

Sambíó

UMMÆLI