Prenthaus

Akureyrarbær styrkir Verkefnasjóð Háskólans á Akureyri

Eiríkur Björn og Eyjólfur undirrita samninginn. Mynd: akureyri.is

Akureyrarbær og Háskólinn á Akureyri hafa undirritað samning sín á milli um stuðning bæjarins við Verkefnasjóð Háskólans. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri Akureyrar og Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri skrifuðu undir samninginn.

Verkefnasjóður Háskólans kemur í stað fjölda smærri styrkja sem áður voru veittir til skólans. Sjóðurinn veitir styrki til verkefna á ýmsum sviðum skólans, samstarfsstofnanna og nemendafélaga s.s. fyrir ráðstefnur eða meiriháttar samkomur, útgáfu- og kynningarstarfsemi og menningarstarf eða annað sem stjórnin telur falla að þessu reglum.

Samningurinn gildir til loka ársins 2019. Samtals mun styrkfjárhæð nema tveimur milljónum króna á samningstímanum. Úthlutun er í höndum þriggja manna stjórnar sem skipuð er af háskólaráði til tveggja ára í senn.

UMMÆLI