Akureyrarslagur í þýsku Bundesligunni

Einn leikur fór fram í þýsku Bundesligunni í handbolta í kvöld þegar stórlið Kiel fékk Balingen í heimsókn.

Bæði lið eru þjálfuð af Akureyringum því KA goðsögnin Alfreð Gíslason stýrir Kiel á meðan Þórs goðsögnin Rúnar Sigtryggsson stýrir Balingen.

Alfreð hafði betur í kvöld því Kiel vann þriggja marka sigur, 26-23, eftir að hafa verið 15-12 yfir í leikhléi. Liðin eru á sitthvorum enda töflunnar. Kiel tyllti sér á topp deildarinnar með sigrinum en lærisveinar Rúnars hafa aðeins innbyrt eitt stig í vetur og eru á botninum.

Það er óhætt að segja að Alfreð og Rúnar hafi báðir markað djúp spor í sögu handboltans á Akureyri en Alfreð lék lengi með KA og þjálfaði svo liðið á gullaldarárum þess. Rúnar lék með Þór og þjálfaði liðið við góðan orðstír og gerði svo slíkt hið sama hjá Akureyri Handboltafélag þegar það félag varð til. Báðir áttu þeir einnig farsælan atvinnumanna- og landsliðsferil

Bildnummer: 07819854 Datum: 08.05.2011 Copyright: imago/motivio Trainer Alfred Gislason (THW) verfolgt angespannt das Spiel Handball Herren DHB-Pokal 2010/2011, Lufthansa Final Four, THW Kiel - SG Flensburg-Handewitt, O2 World Hamburg (Germany) ; Hamburg Handball Herren GER DHB Pokal 2010 2011 Final Four FinalFour Einzelbild Aktion vdig xmk xo0x 2011 quer DHB Finale Flensburg Handball Kiel Pokal THW Image number 07819854 date 08 05 2011 Copyright imago motivio team manager Alfred Gislason THW pursues tense the Game Handball men DHB Cup 2010 2011 Lufthansa Final Four THW Leng SG Flensburg Handewitt O2 World Hamburg Germany Hamburg Handball men ger DHB Cup 2010 2011 Final Four Final Four Single Action shot Vdig xmk xo0x 2011 horizontal DHB Final Flensburg Handball Leng Cup THW

Alfreð á toppnum í Þýskalandi

Sambíó

UMMÆLI