beint flug til Færeyja

Akureyrarstofa leitar að viðburðum og listasmiðjum fyrir Listasumar á AkureyriHögni Egilsson og strengjasveit í Listasafninu á Akureyri 2019. Ljósmynd: Lilja Guðmundsdóttir.

Akureyrarstofa leitar að viðburðum og listasmiðjum fyrir Listasumar á Akureyri

Listasumar á Akureyri hefst 2. júlí næstkomandi og stendur til 31. júlí. Akureyrarstofa hefur hafið leit að viðburðum og listasmiðjum fyrir Listasumarið en í ár verður Listasumar með breyttu sniði og áhersla lögð á færri en stærri viðburði. Einnig verður komið til móts við vaxandi áhuga á listasmiðjum og þeim fjölgað

Í boði eru fjórir 150.000 króna verkefnastyrkir fyrir staka viðburði á fyrirfram ákveðnum dögum og stöðum, einn 180.000 króna styrkur fyrir helgarviðburð í Deiglunni og sex styrkir fyrir tveggja eða þriggja daga listasmiðjum fyrir börn eða fullorðna.

Styrkjum fylgir afnot af rými í Deiglunni, Listasafninu á Akureyri, Menningarhúsinu Hofi, Davíðshúsi, Minjasafninu á Akureyri eða Rósenborg ásamt aðgangi að kynningarefni Listasumars og tækjabúnaði í ákveðnum rýmum.

Nánari upplýsingar um styrkina er að finna á heimasíðunni listasumar.is.

Síðasti skiladagur umsókna er til og með 23. maí.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó